Tilboðsvörur

HERCULES XPS 2.1 BassBoost Tölvuhátalarar

Kraftmikið 2.1 tölvuhátalarakerfi frá Hercules. 2 hátalarar og stórt bassabox sem fókusa sérstaklega á mikinn og góðan bassa.
Hátalararnir geta staðið uppréttir, legið á hliðinni eða verið hengdir.
Kraft- og bassastilling á hægri hátalara.
Heyrnartólatengi og aux in á hægri hátalara.

Tæknilegar upplýsingar:

RMS power: 32 W RMS (2 x 8 W + 16 W)
Peak power: 64 W

HERCULES XPS 2.0 Slim USB Tölvuhátalarar

2.0 tölvuhátalarar með 5W krafti, USB tengi í tölvu og stjórnstöð á snúru.
USB  tenging í tölvu og Line-in 3.5mm Jack tengi á stjórnstöð.

Tæknilegar upplýsingar:
Total power output: 2.5 Watts per channel
Powered by USB port
Satellite measurements: 23(H) x 5,7 (W) x 6 (D) cm
Satellites featuring magnetic shielding, ensuring an interference-free environment
RoHS standard-compliant product

ROCCAT KONE PURE LEIKJAMÚS

Kone Pure er pökkuð af hátækni eins og 8200dpi Pro-Aim R3 Laser nema, 32-bit Turbo Core V2 72MHz ARM MCU örgjörva og einum besta nálægðarnema sem til er.
Þessi er gerð til að sigra.

Hercules Sunset HD Vefmyndavél

Hágæðavefmyndavél sem er hönnuð til að nýtast í sem flestum aðstæðum og með öllum helstu spjall- og skilaborðaforritum. MSN, Skype, Yahoo, AIM og fleirrum.
720p HD Myndabandsgæði í allt að 30 römmum á sekúndu einnig í lítilli birtu.
5MP ljósmyndir
Hljóðnemi sem eyðir út óþarfa hljóðum úr umhverfinu.
Fastur fókus - 30cm til óendanlegt
3x stafrænn aðdráttur með sjálfvirkum andlits-elti
Hugbúnaður með effectum fyrir ljósmyndir og myndbönd.
*Athugið að hugbúnaður virkar aðeins með Windows.

Skoða fleiri tilboðsvörur

Nintendo Wii U valin leikjatölva ársins hjá Forbes


Samkeppnin á leikjatölvumarkaðnum er hörð og þrátt fyrir mikið umtal um leikjatölvur eins og Xbox One og Playstation 4 þá hefur Forbes valið Nintendo Wii U sem leikjatölvu ársins 2014.
Eina af aðal ástæðuna fyrir þessu telja blaðamenn Forbes vera útgáfa á mörgum vönduðum tölvuleikjum sem komu út á tölvuna á árinu 2014 eins og Donkey Kong: Tropical Freeze, Mario Kart 8, Bayonetta 2 og Super Smash Bros.

Í frétt Viðskiptablaðsins um val Forbes segir:

"Þrátt fyrir að öll umræða um leikjatölvur sé um baráttu PS 4 og Microsoft Xbox One um markaðshlutdeild og kosti þeirra og galla þá telja blaðamenn hins fjármálaritsins Forbes að Nintendo Wii U sé leikjatölva ársins 2014.

Nintendo Wii U hefur þá sérstöðu að stjórntækið (Gamepad) gegnir lykilhlutverki hjá tölvuleikjaspilurunum. 6,2" skjár stjórntækisins sýnir leikina í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn. Stjórntækið er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið bætt verulega og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.

Blaðamaður Forbes segir að Nintendo Wii U hafi fengið mjög góðar viðtökur tölvuleikjaspilara og það sem að leggi grunninn að þessu vali sé að hægt sé að spila marga einstaklega góða leiki í Nintendo Wii U sem ekki er mögulegt að spila í neinni annarri leikjatölvu.

Þá telur blaðamaður Forbes að þrátt fyrir að Nintendo Wii U sé eldri og ódýrari en keppinautarnir eigi hún eftir að ylja öðrum framleiðendum undir uggum árið 2015 þar sem að margir sterkir leikir eigi eftir að koma út á árinu. Einnig sé leikjatölvan sé alveg laus við tölvuvírusa og auk þess ódýrasti og auðveldasti kosturinn til að tengjast PC leikjum."
Sjá frétt Viðskiptablaðsins hér  
Sjá frétt Forbes hér

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu