Tilboðsvörur

Samsung 13,3" Fartölva ATIV Book 7

Stýrikerfi: Windows 8 (64-bit)
Örgjörvi: Intel® Core™ i5 Processor
Skjákort: AMD Radeon™ HD 8570M gDDR3 1GB
Skjár: 13" FHD Anti-Reflective
Vinnsluminni: 4 GB DDR3
Harður diskur: 128 GB SSDMargmiðlun:
JBL Stereo Speakers

Call of Duty: Black Ops 2

Call of Duty leikirnir eru einhverjir þeir stærstu í sögu tölvuleikjanna enda innihalda þeir magnaða netspilun og spennandi sögurþræði. Að þessu sinni er leikmönnum ýtt inní stríð sem gerist í náinni framtíð, en illmennið Raul Menendez nær að hakka sig inní kerfi Bandaríkjahers og nýtir sér það í þágu hryðjuverka.

Sem fyrr spilast leikurinn frá sjónarhorni ýmissa persóna og einnig á ýmsum tímaskeiðum. Vopn og græjur leiksins bera keim af því að hann gerist í framtíðinni, en þó eru þau byggð á raunverulegum vopnum eða vopnum sem til eru á teikniborðum. Netspilunin verður sú besta hingað til og „Zombie mode“ leiksins verður mjög stórt og nánast sér leikur.

Wii U eiginleikar - Stjórnborðið spilar mikilvægt hlutverk í fjölspiluninni og geta spilara notfært sér það til að greina óvini eða kalla eftir aðstoð og stórskotaliði.
Hægt verður að nota stjórnborðið til að spila svokallað "Split-Screen" í fjölspiluninni, einn notar Wii U stjórnborðið á meðan annar notar sjónvarpið með Wii Remote og Nunchuk eða hinni nýju Wii U Pro Controle fjarstýringu.


Leikurinn inniheldur:

HERCULES XPS 2.0 Gloss Tölvuhátalarar

2.0 tölvuhátalarar með 4W krafti.
3.5mm Mini-Jack tengi í tölvu og heyrnartólatengi að framan.

Tæknilegar upplýsingar:
Total power output: 2 x 2 Watts
Built-in power supply
Satellite measurements: 21(H) x 6(W) x 6 (D) cm
Satellites featuring magnetic shielding, ensuring an interference-free environment
RoHS standard-compliant product

ROCCAT TAITO KING-SIZE 5MM MÚSARMOTTA

5mm þykk músarmotta.
Hitablásið Nano-Matrix bygging.
Botn sem heldur vel í yfirborð.
Stærð: 455mm x 370mm

Skoða fleiri tilboðsvörur

Nintendo Wii U valin leikjatölva ársins hjá Forbes


Samkeppnin á leikjatölvumarkaðnum er hörð og þrátt fyrir mikið umtal um leikjatölvur eins og Xbox One og Playstation 4 þá hefur Forbes valið Nintendo Wii U sem leikjatölvu ársins 2014.
Eina af aðal ástæðuna fyrir þessu telja blaðamenn Forbes vera útgáfa á mörgum vönduðum tölvuleikjum sem komu út á tölvuna á árinu 2014 eins og Donkey Kong: Tropical Freeze, Mario Kart 8, Bayonetta 2 og Super Smash Bros.

Í frétt Viðskiptablaðsins um val Forbes segir:

"Þrátt fyrir að öll umræða um leikjatölvur sé um baráttu PS 4 og Microsoft Xbox One um markaðshlutdeild og kosti þeirra og galla þá telja blaðamenn hins fjármálaritsins Forbes að Nintendo Wii U sé leikjatölva ársins 2014.

Nintendo Wii U hefur þá sérstöðu að stjórntækið (Gamepad) gegnir lykilhlutverki hjá tölvuleikjaspilurunum. 6,2" skjár stjórntækisins sýnir leikina í fullri háskerpu upplausn og frá öðru sjónarhorni en aðrir spilarar sjá leikinn. Stjórntækið er í raun framlenging á leikjatölvunni sjálfri. Þannig er viðmótið bætt verulega og áhersla lögð á gagnvirka eiginleika tölvuleikjanna.

Blaðamaður Forbes segir að Nintendo Wii U hafi fengið mjög góðar viðtökur tölvuleikjaspilara og það sem að leggi grunninn að þessu vali sé að hægt sé að spila marga einstaklega góða leiki í Nintendo Wii U sem ekki er mögulegt að spila í neinni annarri leikjatölvu.

Þá telur blaðamaður Forbes að þrátt fyrir að Nintendo Wii U sé eldri og ódýrari en keppinautarnir eigi hún eftir að ylja öðrum framleiðendum undir uggum árið 2015 þar sem að margir sterkir leikir eigi eftir að koma út á árinu. Einnig sé leikjatölvan sé alveg laus við tölvuvírusa og auk þess ódýrasti og auðveldasti kosturinn til að tengjast PC leikjum."
Sjá frétt Viðskiptablaðsins hér  
Sjá frétt Forbes hér

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu